
Allar vörur á síðunni eru hannaðar og handsaumaðar af Laufeyju Klementínu Ingólfsdóttur, en hún hefur viðamikla reynslu af saumaskap og bera vörur hennar þess merki. Mikil áhersla er lögð á að vörur séu umhverfisvænar og mestmegnis er notast við náttúruleg efni, líkt og bómull, bambus og kork.

Hægt er að greiða með millifærslu, Pei öruggri kreditkortasíðu eða samkvæmt samkomulagi. Ef ekki er greitt fyrir vöru innan sólarhrings fer varan aftur í sölu. Eins og er þá sendum við til Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar. Hægt er að hafa samband í e-maili ef þú vilt fá sent til annars lands.

Alllar vörur eru handsaumaðar og takmarkað til af hverri hönnun. Því eru vörur birtar hér á síðunni með fyrirvara. Endurgreitt er fyrir þær vörur sem ekki eru fáanlegar samstundis eða þér boðin önnur vara í staðin.

Laufey Klementína Ingólfsdóttir
Eigandi og hönnuður Klementína Design
Ljósmyndun og myndvinnsla
775-4417

