Saga Klementínu

Laufey Klementína byrjaði saumaskap ung að aldri. Stundaði nám á textílbraut í Fjölbraut í Breiðholti. Vann í ýmsum tískuhönnunarverslunum á Íslandi, í Svíþjóð og Ástralíu. Því næst vann hún í saumavélabúð í Melbourne í Ástralíu þar sem hún kenndi hóptíma í bútasaum og einkakennslu á saumavélar af öllum gerðum, svokölluð saumavélafræðingur.
Árið 2014 byrjaði hún með sitt eigið töskumerki og er það búið að vera að þróast síðan þá.
 
Vörurnar kaupir þú beint af hönnuði. Handgerðar á Íslandi, einstakar og vandaðar vörur. Örfá eintök eru saumuð í hverri litasamsetningu.  Efnin eru vandlega valin og koma beint frá Portúgal, Japan og Ameríku. Lögð er áhersla á að vörur séu umhverfisvænar og þar með notuð náttúruleg efni, líkt og bómull, bambus og korkur. Flest allar vörurnar eru vegan en það er tekið sérstaklega fram ef alvöru leður er notað, sem er þá endurvinnsla á leðri.

Rose Street Market

Handverksmarkaður í Melbourne

Covid 19 Andlitsgrímur

Hannanir og vörur settar til hliðar til að búa til andlitsgrímur.

Laufey í saumastofu sinni

Í krúttlegu saumastofunni í Hafnarfirði með iðnaðarsaumavél sérstaklega sterk fyrir töskugerð.